Leikur dagsins: Akureyri - ÍR ný aðstaða fyrir stuðningsmenn

Leikur Akureyrar og ÍR hefst klukkan 19:00 en fyrir leikinn er handhöfum Gullkorta boðið upp á heitan mat. Að þessu sinni verður maturinn framreiddur á öðrum stað en vanalega eða í stækkaðri aðstöðu félagsins sem er við anddyri Hallarinnar (á vinstri hönd þegar gengið er inn). Maturinn verður framreiddur upp úr klukkan 18:00.
Þeir sem enn eiga eftir að verða sér úti um stuðningsmannaskírteini geta gert það í anddyri Hallarinnar og drifið sig síðan í matinn. Að sjálfsögðu verða kaffiveitingarnar í hálfleik.