Það er komið að leikdegi hjá Akureyri Handboltafélagi, meira að segja heimaleik. Það er Stjarnan úr Garðabæ sem mætir í Höllina í kvöld. Vegna erfiðleika Stjörnumanna við að komast norður þá hefst leikuninn ekki fyrr en klukkan 20:30. Bæði lið þurfa nauðsynlega á stigunum að halda og því fyrirsjáanlegt að það verður mikil barátta innan sem utan vallar.
Síðasti þriðjungur Olís-deildarinnar hófst síðasta sunnudag þar sem Akureyri átti hörkuleik gegn Aftureldingu og mátti þola grátlegt eins marks tap. Leik Stjörnunnar og ÍBV sem átti að fara fram sama dag var frestað vegna veðurs og hefur ekki enn farið fram.
Þar á undan sigraði Stjarnan ÍR í miklum baráttuleik og ljóst að Stjarnan er til alls líkleg. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni í vetur, Akureyri vann fyrri leikinn hér í Höllinni eftir mikla baráttu en leik liðanna í Garðabænum lauk með jafntefli.
Sverre skorar sitt fyrsta mark fyrir Akureyri, einmitt í leik gegn Stjörnunni í haust, hvað gerist í kvöld?
Með von um að sjá þig í Íþróttahöllinni,
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.