„Það
var ekkert auðvelt að rífa menn upp en við sáum það að við vorum ekki að spila vel og við eigum heilmikið inni en náðum samt að
hanga í þeim. Með því sýndum við að við eigum fullt erindi í þessa rimmu. Við þurfum hins vegar að fá
sóknarleikinn betur í gang í kvöld.“
Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum rauða spjaldið sem Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Akureyrar fékk á
lokasekúndum í leiknum á þriðjudaginn. Ýmsir hafa verið stórorðir og fullyrt að Guðmundur hefði átt að fá leikbann
en þeim verður ekki að ósk sinni og Guðmundur verður með í kvöld. Atli segir allt þetta fár ekki trufla þá fyrir leikinn
í kvöld.
„Alls ekki. Þetta er bara hluti af þessu og við leiðum þetta algjörlega framhjá okkur,“ segir hann.
Leikurinn verður í beinni útsendingu RÚV en fyrir þá sem verða í Kaplakrika þá skal bent á að stuðningsmönnum
Akureyrar er ætlað að ganga til sæta í stúkunni vinstra megin þegar gengið er í salinn.
Þriðji leikurinn er í Höllinni á sunnudaginn, 1. maí klukkan 16:00
Í leiðinni minnum við á að þriðji leikurinn verður í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 16:00, sunnudaginn 1. maí og ljóst að það er lykilleikur í einvíginu og af honum má enginn missa.
Ef einhverntíma var ástæða til að mæta í Höllina þá er það á sunnudaginn, sá leikur verður klárlega stærsti leikur tímabilsins til þessa.