Leikur dagsins KA/Þór – FH í N1 deild kvenna

Í dag klukkan 14:00 mætast KA/Þór og FH í KA heimilinu. Það er ekki mikill munur á stöðu liðanna í deildinni þannig að búast má við hörkuleik og ljóst að okkar stelpur eiga góðan möguleika á stigum í dag, ekki síst ef þær fá öflugan stuðning áhorfenda.

Stelpurnar geta væntanlega stillt upp sínu sterkasta liði í dag, liðin mættust fyrr í haust í Hafnarfirði og þar fór FH með nauman sigur.  Síðan hefur KA/Þór liðið tekið miklum framförum og að sögn Stefáns Guðnasonar annars þjálfara liðsins er ekkert annað í stöðunni en að taka bæði stigin.

Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 14:00 og brýnt að áhorfendur fylli húsið, það gæti skipt öllu máli.