Leikur 3. flokks karla gegn ÍR frestað

Leik KA1 gegn ÍR sem var fyrirhugaður á föstudag kl: 21.00 hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

HSÍ sendi út eftirfarandi skilaboð: Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið, að beiðni ÍR, að leikjum ÍR í meistaraflokki til og með 4. flokki sem fram eiga að fara frá og með deginum í dag og fram yfir helgi verður frestað um óákveðinn tíma vegna þess sorglega atburðar sem átti sér stað í gær hjá ÍR.

Við KAmenn sendum ÍR-ingum samúðarkveðjur okkar.