Leikur hjá 3. flokki karla á föstudagskvöldið

Á föstudagskvöldið klukkan 20:45 tekur KA1 á móti ÍR.  KA1 hefur byrjað árið mjög vel og til að mynda unnið alla þrjá leiki sína til þessa. Þessari sigurgöngu ætla strákarnir að halda áfram og hvetja alla til að koma og horfa á.

Strákarnir eru núna með 15 stig eftir 9 leiki á meðan toppliðið er með 17 stig eftir 10 leiki þannig að þeir eiga alla möguleika í toppslagnum.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í 1. deild hjá strákunum í 3. flokki.