Leikur KA/Þór og HK hefst klukkan 15:30 á laugardaginn

Nú hefur verið ákveðið að leikur KA/Þór og HK í N1-deild kvenna á laugardaginn hefjist klukkan 15:30 eða skömmu eftir að leik Íslands og Frakka í undanúrslitum EM. Menn geta því horft á leikinn í sjónvarpinu og haldið svo handboltanum áfram með stelpunum en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. KA/Þór er í 7. sætinu en HK í því 8. þar sem bæði lið hafa fimm stig.