Logi Gautason framlengir um tvö ár

Handbolti
Logi Gautason framlengir um tvö ár
Logi og Haddur handsala samninginn góða

Logi Gautason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Logi sem spilar í vinstra horni er á átjánda ári og er gríðarlega spennandi leikmaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í vetur.

Logi lék lykilhlutverk í ungmennaliði KA sem endaði í 5. sæti Grill66 deildarinnar en hann gerði alls 44 mörk í 12 leikjum en hann er auk þess fastamaður í yngrilandsliðum Íslands. Logi er afar teknískur leikmaður og verður virkilega gaman að fylgjast með framgöngu hans næstu árin.

Logi er yngri bróðir Dags Gautasonar og léku þeir bræður saman með meistaraflokksliði KA í vetur en báðir eru þeir vinstri hornamenn. Dagur hefur nú gengið í raðir norska liðsins ØIF Arendal og aldrei að vita að Logi fái enn stærra hlutverk í KA liðinu á komandi vetri en hann var í hóp í 11 leikjum á nýliðnum vetri.

Við óskum Loga og handknattleiksdeild til hamingju með nýja samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með þessum magnaða kappa í gula og bláa búningnum næstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is