Hátt í 400 manns mættu á lokahóf handknattleiksdeildar sem haldið var miðvikudaginn 20. maí s.l. Veturinn hefur verið mjög góður
fyrir handboltann í KA en mikil fjölgun var í iðkendafjölda, voru þeir nú um 250. Það má m.a. þakka olympíusilfri
Íslendinga þessum aukna áhuga á sportinu. Einnig endurheimti KA þrjá reynslumikla þjálfara í vetur þá Jóa Bjarna,
Sævar Árna og Einvarð.

Lokahófið heppnaðist annars einstaklega vel.
Sigfús Karlsson gerði grein fyrir starfi unglingaráðs í vetur og Einvarður stjórnaði leikjum sem iðkendur og aðstandendur tóku
þátt í og veitt voru verðlaun til þeirra sem þótt hafa staðið sig vel í vetur.
Þú getur séð myndir frá hófinu með því að smella
hér. Myndirnar tók Erlendur
Haraldsson starfsmaður KA heimilisins.