Arna Valgerður Erlingsdóttir er komin í hópinn á ný
KA/Þór fékk sín fyrstu stig í N1-deild kvenna er liðið lagði FH að velli í KA-heimilinu í dag, 24-21. FH-stúlkur voru sterkari
aðilinn framan af og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. KA-stúlkur sneru dæminu við í seinni hálflei og það var ekki
síst fyrir frammistöðu færeyska markvarðarins, Fridu Petersen, að KA/Þór landaði að lokum tveggja marka sigri, 24-22, en Frida varði 18 skot
í leiknum.
Það er blaðamaður Vikudags,
Þröstur Ernir Viðarsson sem á heiðurinn af þessari umfjöllun.
Jafnt var í tölum lengst af í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að skora. FH var þó alltaf skrefinu á undan og hafði minna fyrir
sínum mörkum. FH-stúlkur náðu þriggja marka forystu, 10-7, eftir tuttugu mínútna leik og sá munur hélst út hálfleikinn.
Staðan 10-13 í hálfleik. Verðskulduð forysta en FH-stúlkur voru fastar fyrir í vörninni og vörnin tók ófá skot heimamanna utan
af velli en sóknarleikur KA/Þórs ansi brösóttur.
Norðanstúlkur fengu væntanlega orð í eyra frá Guðlaugi Arnarssyni þjálfara í hálfleik og mættu mun grimmari í þann
seinni. KA/Þór jafnaði metin í 14-14 og komust svo marki yfir,15-14, í fyrsta skiptið í leiknum eftir níu mínútna leik í seinni
hálfleik. Leikurinn var stál í stál næstu mínútur þar sem liðin skiptust á að hafa forystu.
Með frábærum leikkafla náðu norðanstúlkur þriggja marka forystu, 21-18, er tíu mínútur lifðu leiks og Jóni Gunnlaugi
Viggósyni þjálfara FH var nóg boðið og tók leikhlé. Það skilaði þó litlu og heimastúlkur juku muninn í
fjögur mörk, 22-18, og fimm mínútur eftir. Martha Hermannnsdóttir gerði svo út um leikinn með 24 marki KA/Þórs þegar rúmlega
mínúta var eftir og fjögurra marka munur. FH skoraði síðustu tvö mörk leiksins og lokatölur, 24-22.
Mörk KA/Þórs: Kolbrún Einarsdóttir 7, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Erla Hleiður Tryggvadóttir 5,
Martha Hermannsdóttir 4 (1), Ásdís Sigurðardóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Frida Peterson 18.
Mörk FH: Kristrún Steinþórsdóttir 7 (1), Birna Helgadóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Indiana
Jóhannsdóttir 3, Steinunn Snorradóttir 2, Hind Hannesdóttir 2, Berglind Björgvinsdóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Malmberg 11, Hildur Guðmundsdóttir 7.
Kolbrún Einarsdóttir í leik gegn FH í mars 2010
Skoða leikskýrsluna og tölfræðina.
Hér er hægt að sjá stöðuna í N1 deild
kvenna og úrslit allra leikja.