Í Reykjavík biðu tveir leikir eftir því að verða spilaðir. Annars vegar við ÍR í meistaraflokki og Gróttu í 3. flokki.
Stór hluti meistaraflokksins eru stelpur í þriðja flokk þannig að nokkuð ljóst að prógramið var líkamlega erfitt. Tveir leikir
á þremur tímum. Ekki amalegt það.
Leikurinn við ÍR var í einu orði sagt sérstakur. Norðanstúlkur höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en náðu þó
aldrei að slíta sig almennilega frá ÍR-ingum. KA/Þór stelpur voru ekki að spila neitt glimrandi vel í leiknum en gerðu þó
nákvæmlega það sem þær þurftu og unnu leikinn með 5 mörkum.
Lilja Sif og Þórdís léku vel í leiknum þrátt fyrir að vera veikar og Kolbrún markvörður stóð sig vel í seinni
hálfleik sem og Lovísa sem spilaði fyrri hálfleikinn.
3. flokkur: Grótta-KA/Þór
Leikurinn við Gróttu var mun betri heldur en ÍR leikurinn.
Framan af hafði Grótta undirtökin í leiknum en með baráttu og seiglu náðu KA/Þór stelpur yfirhöndinni og enduðu á
því að vinna góðan 9 marka sigur. Grótta klippti á Örnu Valgerði nánast allan leikinn en það kom þó ekki að
sök þar sem hinar stelpurnar í liðinu stigu upp þegar á reyndi. Það var þó reyndar frekar leiðinlegt fyrir Köru sem fékk
úr ákaflega litlu að moða í vinstra horninu mest allan leikinn. Hún fékk þó að taka víti.
Arna Valgerður stóð þó fyrir sínu og náði að hlaupa sig lausa þegar henni hentaði. Emma Sardardóttir hélt aðal skyttu
Gróttu vel niðri og gaf henni aldrei frið auk þess sem hún gerði virkilega góða hluti sóknarlega en hún fékk loksins að spila
í skyttustöðunni aftur og naut hún þess vægast sagt í botn.
Emma var þó ekki sú eina sem fékk að spila langþráða stöðu á laugardeginum þar sem Unnur Ómarsdóttir fékk
að fara í vinstri skyttu og stóð hún sig virkilega vel í þeirri stöðu. Arndís Heimisdóttir spilaði virkilega vel varnalega og var
nánast óþreytandi á toppnum í 5-1 vörninni þó Gróttu stelpurnar hafi eflaust verið orðnar nokkuð þreyttar á henni.
Jana Jan.. spilaði virkilega vel í leikjunum tveimur og opnaði oft á tíðum vel fyrir skyttur KA/Þórs auk þess sem hún nýtti
sín færi vel. María notaði sínar brjáluðu lappir til þess að fara fram hjá vörn Gróttu nánast þegar henni
sýndist og Steinþóra klikkaði ekki á skoti í leiknum.
Stelpurnar spiluðu vel á laugardeginum þrátt fyrir að álagið hafi verið mikið og mega vera sáttar með sinn árangur.
KA/Þór hefur á að skipa virkilega sterku liði og eru á góðu róli um þessar mundir. Hver ein og einasta getur tekið af skarið
þegar á reynir þrátt fyrir að stundum þurfi að minna sumar þeirra á eigin getu.
Mórallinn í hópnum er með besta móti og þegar þær ná upp stemmingu og leikgleði er hrein unun að fylgjast með þeim spila
handbolta. Síðan er ekki leiðinlegt að sjá hversu harðar þær eru orðnar af sér og strumpaplásturinn því orðinn
nánast óþarfur í leikjum.
Stefán Guðnason