Meistaraflokkur KA/Þór með heimaleik gegn Víkingum á laugardag

Eftir töluvert hlé er nú komið að heimaleik KA/Þór í N1-deildinni. Á laugardaginn kemur lið Víkings í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA-heimilinu.
Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, fyrst þann 11. nóvember í bikarkeppninni og þá sigraði KA/Þór með yfirburðum, 36-13 hér í KA-heimilinu.

Nokkrum dögum seinna, eða 14. nóvember mættust liðin í N1 deildinni en þá var leikið í Víkinni. KA/Þór liðið vann þar einnig góðan sigur, 22:29.

Það er alveg ljóst að KA/Þór á alla möguleika á að krækja í stig á laugardaginn og því hvetjum við alla stuðningsmenn til að koma og taka hraustlega á því með stelpunum.


Sigri fagnað gegn Víkingum í nóvember