
Á laugardaginn verður stærsti leikur tímabilsins í
kvennahandboltanum þegar lið KA/Þór tekur á móti úrvalsdeildarliði FH í 4-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikurinn hefst
klukkan 16:00 og verður í KA heimilinu.
Það kostar ekkert á leikinn og því ástæða til að hvetja alla til að koma og
styðja stelpurnar sem hafa tekið gríðarlegum framförum í vetur. Skemmst er að minnast þess að á leið sinni í bikarkeppninni
sigruðu þær úrvalsdeildarlið Gróttu 22-21 í hörkuleik.
KA/Þór leikur í 2. deild og hafa leikið fimm leiki það sem af er, sigrað fjóra og tapað einum leik.
Nú er um að gera að hvetja alla vini og kunningja til að koma á leikinn, ef þú smellir á auglýsinguna hér fyrir neðan er auðvelt
að prenta hana út og hengja hana upp á vinnustaðnum, skólanum eða hvar sem hentar best.
