Hugarfarið var jákvætt og það mikilvægasta var að stelpurnar höfðu virkilega gaman að því sem þær voru að gera.
Lokatölur leiksins urðu 27-25 eftir að KA/Þór hafði leitt í hálfleik 15-12.
Sigurinn hefði kannski mátt vera stærri en það skal þó tekið fram að skiptingar voru tíðar enda aðalmarkmiðið að allar
fengju að spila.
Með það í huga er ekki annað hægt en að vera ánægður með þennan sigur og bjartsýnn á framhaldið.
Næsti leikur meistaraflokks kvenna er gegn Gróttu, þriðjudaginn 20. janúar í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins klukkan 17:30. Því er
um að gera að mæta og styðja stelpurnar í bikarnum.