Meistaraflokkur kvenna: Sigur gegn Haukum í deildinni

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór spilaði við B lið Hauka á sunnudag en þetta var fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna á þessu tímabili.
Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks og tóku strax forustu sem þær héldu til loka leiks. Sóknarleikurinn var heilt yfir góður en vörnin hefði mátt vera betri á köflum. Nokkrar af þessum stúlkum tóku fram skóna að nýju fyrir þennan vetur og því virkilega gaman að sjá þær koma aftur til baka.


Hugarfarið var jákvætt og það mikilvægasta var að stelpurnar höfðu virkilega gaman að því sem þær voru að gera. Lokatölur leiksins urðu 27-25 eftir að KA/Þór hafði leitt í hálfleik 15-12.

Sigurinn hefði kannski mátt vera stærri en það skal þó tekið fram að skiptingar voru tíðar enda aðalmarkmiðið að allar fengju að spila.

Með það í huga er ekki annað hægt en að vera ánægður með þennan sigur og bjartsýnn á framhaldið.
Næsti leikur meistaraflokks kvenna er gegn Gróttu, þriðjudaginn 20. janúar í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins klukkan 17:30. Því er um að gera að mæta og styðja stelpurnar í bikarnum.