Grótta náði að koma sér inn í leikinn aftur og minnkaði muninn í 22-21 þegar einungis örfáar sekúndur voru til leiksloka.
Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við marki en hvorugu tókst það og það voru því KA/Þór stelpurnar sem
fögnuðu frábærum sigri og sýndu að liðið er á góðri leið og er að gera fína hluti. Þannig að nú er
ljóst að þær fá annað lið úr efstu deild til að glíma við í undanúrslitum bikarkeppninnar.
Stefán Guðnason þjálfari liðsins var að vonum í skýjunum í leikslok: „Þetta er kannski
óvænt fyrir suma, en trúin flytur fjöll og ég veit hvernig lið ég er með í höndunum. Við leiddum með 2-3 mörkum megnið af
leiknum, en stelpurnar voru eðlilega frekar taugaveiklaðar, enda ungar að árum, en þær stóðust áskorunina,“ sagði
Stefán.
Skoða fleiri myndir Þóris Tryggvasonar frá sigurstemmingunni