Miðasala á stórleik KA og Hauka

Handbolti

KA tekur á móti Haukum í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta klukkan 18:30 á mánudaginn. Strákarnir unnu stórkostlegan sigur í fyrsta leiknum á Ásvöllum í gær og klára því einvígið með sigri á heimavelli.

Það er því alveg ljóst að nú þurfum við gott fólk að troðfylla KA-Heimilið og sjá til þess að strákarnir okkar fari áfram í undanúrslitin.

Miðasala á leikinn hefst klukkan 15:00 í dag, laugardag, í Stubbsappinu. Athugið að ársmiðar gilda ekki í úrslitakeppninni. Miðaverð er 2.000 kr og 500 kr fyrir 16 ára og yngri. Frítt er fyrir iðkendur KA og KA/Þórs.

Forsala fer svo fram í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, 12:00-15:00. Það má fastlega reikna með því að miðarnir seljist fljótt og hvetjum við ykkur því til að ganga frá kaupunum sem allra fyrst.

Við grillum hamborgara klukkutíma fyrir leik og því gráupplagt að mæta snemma til að koma sér í gírinn. Hamborgari, gos og nammi þrenna verður á 1.500 kr.

Kæru KA-menn, þetta er leikurinn sem við erum búin að vera að bíða eftir, sjáumst á mánudaginn og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is