Leik KA/Þór og HK frestað öðru sinni

Leik KA/Þór gegn HK sem vera átti í KA heimilinu í dag, þriðjudag hefur verið frestað vegna veðurs.  Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn!

Þessi mikilvægi leikur átti að vera í dag var áður frestað á dögunum vegna veðurs.

KA/Þór er með 5 stig en HK með 7 stig að loknum níu leikjum.

Stelpurnar spiluðu tvo leiki í Eyjum um síðustu helgi, bikarleik og síðan deildarleik. Martha Hermannsdóttir var atkvæðamest í bikarleiknum en í Ásdís Sigurðardóttir sem er farin að spila á ný fór á kostum og skoraði 10 mörk. Þessi magnaða frammistaða skilaði henni í úrvalslið umferðarinnar að mati handbolti.org. En úrvalslið 10. umferðar Olís deildar kvenna er þannig að mati handbolti.org:

Markvörður:  Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur
Línumaður: Berglind Ósk Björgvinsdóttir, FH
Vinstri hornamaður: Unnur Ómardóttir, Grótta
Vinstri skytta:  Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Miðjumaður:  Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram
Hægri skytta:  Ásdís Sigurðardóttir, KA/Þór
Hægri hornamaður:  Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Valur.

Við óskum Ásdísi til hamingju og sendum liðinu baráttukveðjur!