Um síðustu helgi átti að fara fram fyrsti leikur kvennaliðs KA/Þórs í 2. deild Íslandsmótsins í handbolta. Eins og við
höfum greint frá sáu andstæðingarnir FH sér ekki fært að koma þannig að í staðinn var slegið upp æfingaleik gegn
Völsungi sem einnig sendir lið í sömu deild.
Þórir Tryggvason var mættur með myndavélina og hér er hægt að
skoða myndasyrpu frá æfingaleiknum.