Myndaveisla frá glæsisigri KA/Þórs á HK

Handbolti
Myndaveisla frá glæsisigri KA/Þórs á HK
Frábær sigur staðreynd! (mynd: Þórir Tryggva)

Það var heldur betur mikið undir í KA-Heimilinu á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti HK í Olís deild kvenna. Fyrir leikinn munaði fjórum stigum á liðunum og klárt að ef KA/Þór ætlaði sér að eiga enn von um sæti í úrslitakeppninni þyrfti liðið á sigri að halda.

Stelpurnar sýndu frábæran leik og leiddu leikinn nær allan tímann. Skömmu fyrir leikslok leiddi KA/Þór með fimm mörkum en gestirnir sköpuðu mikla spennu með því að minnka muninn niður í eitt mark en nær komust þær ekki og okkar lið vann að lokum 33-31 sigur.

KA/Þór er þar með aðeins tveimur stigum á eftir HK þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni auk þess sem liðið hefur nú betur í innbyrðisviðureignum liðanna.

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og býður hér til myndaveislu frá þessum flotta sigri.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is