Haukar lögðu KA/Þór eftir hörkuleik í KA-Heimilinu í gær en leikurinn var síðasti heimaleikur KA/Þórs fyrir jólafrí. Stelpurnar voru að elta gestina nær allan leikinn en sýndu mikinn karakter að gefast aldrei upp. Stemningin í húsinu var líka flott og hjálpaði okkar liði klárlega við að halda í við sterkt lið gestanna.
Þórir Tryggvason ljósmyndari var á svæðinu og myndaði leikinn í bak og fyrir. Myndir hans má sjá með því að smella á myndina hér fyrir neðan.