Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Stjörnunnar

Hart var tekist á í gær (mynd: EBF)
Hart var tekist á í gær (mynd: EBF)

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í fyrsta heimaleik liðsins í Olís deild kvenna í KA-Heimilinu í gær. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem KA/Þór leiddi 13-11 datt spilamennskan niður í þeim síðari og gestirnir gengu á lagið.

Eftir dramatík á lokamínútunum voru það Stjörnukonur sem unnu 21-23 sigur. Skömmu fyrir leik var ákveðið að leyfa ekki áhorfendur á leiknum vegna Covid stöðunnar og fór leikurinn því fram fyrir tómu KA-Heimili.

Tímalína fyrri hálfleiks

Tímalína seinni hálfleiks


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum

Egill Bjarni Friðjónsson ljósmyndari var hinsvegar á svæðinu og myndaði hasarinn í bak og fyrir og þökkum við honum kærlega fyrir það framtak.