Myndaveislur frá glæsisigri KA á FH

Handbolti
Myndaveislur frá glæsisigri KA á FH
Það var ansi gaman í gær! (mynd: EBF)

KA vann glæsilegan 29-26 sigur á FH í lokaumferð Olísdeildar karla í gær. Mikil gleði ríkti í KA-Heimilinu en KA hafði fyrir leikinn tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu og fylgdi því eftir með flottri frammistöðu fyrir framan þéttskipað KA-Heimili.

Stemningin og gleðin einkenndi leikinn frá upphafi og virkilega gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið og fagna um leið frábærri uppskeru í vetur en KA mun leika áfram í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Egill Bjarni Friðjónsson og Hannes Pétursson voru með myndavélarnar á lofti og má sjá myndaveislur þeirra með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan.


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir frá Agli Bjarna


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir frá Hannesi


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is