Myndir frá leikjum 4. flokks karla og kvenna á laugardaginn

Það var barist á öllum vígstöðvum um helgina og þrátt fyrir að Íslandsmót 6. flokks færi fram í öllum keppnishúsum bæjarins tókst að finna tíma fyrir leiki 4. flokks karla og kvenna á laugardaginn.
Þórir Tryggvason er búinn að senda okkur myndir frá leikjunum og er hægt að skoða þær hér.

Klukkan 18:30 á laugardaginn mættu KA strákarnir í 4. flokki B liði HKR sem er Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar. Þegar þetta er ritað höfum við ekki fengið úrslit leiksins en nokkrar ljósmyndir frá leiknum.


Smelltu hér eða á myndina til að fá allar myndirnar frá leik strákanna.

Sömuleiðis mættust á laugardaginn lið KA og Fjölnis í 4. flokki kvenna. Okkur vantar ennþá úrslit leiksins en höfum myndir Þóris Tryggvasonar frá leiknum.


Smelltu hér eða á myndina til að sjá myndasafnið frá leik stelpnanna.