Myndir frá leikjum strákanna í 4. flokki á laugardaginn

Síðastliðinn laugardag léku strákarnir í 4. flokki gegn Gróttu. Gengi KA strákanna í leikjunum var reyndar ekki eins og þeir höfðu ætlað sér. Þórir Tryggvason var mættur til leiks með myndavélina og sendi okkur nokkrar myndir af strákunum.

Eins og áður segir voru úrslit leikjanna ekki hagstæð fyrir okkar stráka. Leikur A-liðanna fór 27-33 fyrir Gróttu eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik 11-14. Leik B1 liðanna lauk einnig með sigri Gróttu 24-38 eftir að hálfleiksstaðan var 10-19. Loks mættust B2 liðin og þar fór Grótta einnig með sigur, 16-19 eftir að vera yfir 8-11 í hálfleik.

En hér koma myndirnar frá Þóri.


Elmar Sigurðsson sækir að markinu


Ólafur kominn í skotfæri


Hákon Þórisson kominn í gegn


Trausti kominn í skotstöðu


Svavar Grétarsson tekur til sinna ráða


Magnús við öllu búinn í markinu


Geir í ákjósanlegu færi í horninu

Einnig eru myndirnar komnar í myndasafnið.