Eins og áður segir voru úrslit leikjanna ekki hagstæð fyrir okkar stráka. Leikur A-liðanna fór 27-33 fyrir Gróttu eftir að þeir höfðu leitt í hálfleik 11-14. Leik B1 liðanna lauk einnig með sigri Gróttu 24-38 eftir að hálfleiksstaðan var 10-19. Loks mættust B2 liðin og þar fór Grótta einnig með sigur, 16-19 eftir að vera yfir 8-11 í hálfleik.
En hér koma myndirnar frá Þóri.
Elmar Sigurðsson sækir að markinu
Ólafur kominn í skotfæri
Hákon Þórisson kominn í gegn
Trausti kominn í skotstöðu
Svavar Grétarsson tekur til sinna ráða
Magnús við öllu búinn í markinu
Geir í ákjósanlegu færi í horninu