Nicholas Satchwell til liðs við KA

Handbolti
Nicholas Satchwell til liðs við KA
Bjóðum Nicholas velkominn í KA!

Handknattleiksdeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja og tekið virkan þátt í þeim mikla uppgangi hjá liðinu undanfarin ár.

Þar áður lék hann í marki Bretlands og lék til að mynda á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Samningurinn er til tveggja ára og bjóðum við hann velkominn í KA og ætlumst til mikils af honum.

Í samtali við heimasíðuna segist Satchwell vera mjög spenntur fyrir því að koma norður en hann hefur aðeins heyrt góða hluti um KA sem og Akureyrarbæ frá samherjum sínum í landsliðinu og verðandi samherjum í KA þeim Áka Egilsnes og Allan Norðberg.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is