Það er svo sannarlega í nógu að snúast um þessa helgi hjá handboltafólki á Akureyri. Það er ekki bara meistaraflokkur karla hjá Akureyri og Hömrunum sem er í eldlínunni heldur stendur úrslitabarátta yngri flokkanna sem hæst og þar koma liðsmenn allra Akureyrarfélaganna við sögu.
Liðin eru ýmist að spila hér heima eða á útivöllum. Hér er yfirlit yfir alla leiki Akureyrarliðanna um helgina og næstu daga þar á eftir samkvæmt mótaskrá HSÍ:
Dagur | Tími | Mót | Flokkur | Völlur | Leikur |
Fös. 10. apríl | 19.00 | Úrslit Olís karla | M.fl.ka. | Höllin Akureyri | Akureyri - ÍR |
Fös. 10. apríl | 19.30 | Olísdeildarumspil | M.fl.ka. | Víkin | Víkingur - Hamrarnir |
Lau. 11. apríl | 12.00 | Úrslit 3.kvenna | 3.fl.kv | Digranes | HK 1 - KA/Þór |
Lau. 11. apríl | 16.00 | Úrslit 3.karla | 3.fl.ka | Vestmannaeyjar | ÍBV - KA 1 |
Lau. 11. apríl | 17.30 | Úrslit 4.karla Y | 4.fl.ka. | Vodafone höllin | Valur 1 - Þór |
Sun. 12. apríl | 14.00 | Úrslit 4.karla E | 4.fl.ka. | Höllin Akureyri | Þór - Fjölnir |
Sun. 12. apríl | 16.00 | Úrslit Olís karla | M.fl.ka. | Austurberg | ÍR - Akureyri |
Sun. 12. apríl | 16.30 | Úrslit 4.karla Y | 4.fl.ka. | Kaplakriki | FH 1 - KA 1 |
Mán. 13. apríl | 16.15 | Úrslit 4.kvenna E | 4.fl.kv. | KA heimilið | KA/Þór - Víkingur |
Mán. 13. apríl | 18.30 | Olísdeildarumspil | M.fl.ka. | KA heimilið | Hamrarnir - Víkingur |
Þri. 14. apríl | 18.30 | Úrslit 2.karla | 2.fl.ka. | Kaplakriki | FH - Akureyri |