Nú er að koma jólafrí í handboltanum

Byrjendaflokkarnir 7. og 8. flokkur  karla og kvenna eru frá og með deginum í dag komin í jólafrí. Æfingar hefjast þegar skóli hefst á nýju ári, stelpurnar byrja miðvikudaginn 5. janúar og strákarnir föstudaginn 7. janúar. Aðrir flokkar æfa eftir sérstöku æfingaplani sinna þjálfara.

Unglingaráð handknattleiksdeildar KA og þjálfarar óska iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.