Óđinn og Rut best á lokahófi KA og KA/Ţórs

Handbolti
Óđinn og Rut best á lokahófi KA og KA/Ţórs
Rakel Sara, Óđinn, Rut og Bruno međ verđlaun sín

Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á Vitanum í gćrkvöldi ţar sem nýloknu tímabili hjá KA og KA/Ţór var fagnađ. Karlaliđ KA heldur áfram ađ stíga mikilvćg skref áfram í sinni ţróun en strákarnir léku til úrslita í bikarnum og féllu á endanum út í 8-liđa úrslitum úrslitakeppninnar međ minnsta mun í oddaleik gegn Haukum.

Kvennaliđ KA/Ţórs tryggđi sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptiđ í október mánuđi og lék í fyrsta skiptiđ í Evrópukeppni er stelpurnar slógu út Kósóvómeistarana og féllu ađ lokum úr leik eftir hörkubaráttu viđ spćnsku bikarmeistarana. Tímabilinu lauk svo eftir hörkubaráttu viđ Val í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Óđinn Ţór Ríkharđsson var valinn besti leikmađur karlaliđs KA en hann átti heldur betur frábćra innkomu inn í liđiđ og varđ markakóngur Olísdeildarinnar međ 149 mörk eđa 7,1 mark ađ međaltali í leik auk ţess ađ vera valinn besti hćgri hornamađur deildarinnar.

Rut Arnfjörđ Jónsdóttir var valin besti leikmađur kvennaliđs KA/Ţórs en Rut átti annađ stórbrotiđ tímabil međ liđinu en auk ţess ađ spila frábćrlega ţá lyftir hún liđsfélögum sínum upp á hćrri stall. Ţá var Rut valin handknattleikskona ársins 2021 sem hún er svo sannarlega vel ađ komin.

Bruno Bernat var valinn efnilegasti leikmađur KA en Bruno sem er 20 ára gamall markvörđur steig heldur betur upp í vetur og vakti verđskulda athygli fyrir framgöngu sína.

Rakel Sara Elvarsdóttir var valin efnilegasti leikmađur KA/Ţórs en hún hlaut ţann sama heiđur í fyrra einnig. Rakel Sara sem er 19 ára gömul er gríđarlega metnađarfull en hún var markahćsti leikmađur KA/Ţórs í vetur međ 169 mörk.

Einar Rafn Eiđsson og Kristín Ađalheiđur Jóhannsdóttir voru valin bestu liđsfélagaranir en auk framgöngu sinnar á vellinum hafa ţau unniđ mikiđ starf í kringum liđin og eru ómetanleg í klefanum.

Sex leikmenn léku međ A-landsliđum Íslands í vetur og voru ţau heiđruđ fyrir afrekiđ. Óđinn Ţór Ríkharđsson fyrir KA og ţćr Ásdís Guđmundsdóttir, Rut Arnfjörđ Jónsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Unnur Ómarsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir fyrir KA/Ţór en Aldís var ekki viđstödd.

Martha Hermannsdóttir lék sinn 300 leik fyrir félagiđ á tímabilinu og var heiđruđ af stjórn KA/Ţórs. Ţá voru ţćr Arna Valgerđur Erlingsdóttir, Hulda Bryndís Tryggvadóttir, Anna Ţyrí Halldórsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Unnur Ómarsdóttir, Katrín Vilhjálmsdóttir, Erla Hleiđur Tryggvadóttir og Ásdís Guđmundsdóttir heiđrađar fyrir 100 leiki fyrir KA/Ţór en einnig hafa ţćr Aldís Ásta Heimisdóttir, Sunna Guđrún Pétursdóttir, Ásdís Sigurđardóttir, Inga Dís Sigurđardóttir, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Selma Sigurđardóttir Malmquist náđ ţví afreki.

Andri Snćr Stefánsson og Jón Heiđar Sigurđsson voru heiđrađir fyrir sitt framlag til KA en ţeir hafa nú báđir lagt skóna á hilluna. Viđ reiknum ţó ađ sjálfsögđu međ ađ sjá mikiđ til ţeirra í kringum félagiđ enda gríđarlegir félagsmenn sem lifa svo sannarlega fyrir KA.

Ţeir Magnús Sigurđur Sigurólason og Sigurđur Einar Tryggvason stóđu vaktina á ritaraborđinu ađ vanda og voru ţökkuđ góđ störf.

Ţá kvöddum viđ nokkra leikmann sem eru ađ yfirgefa okkur. Óđinn Ţór Ríkharđsson gengur til liđs viđ svissneska stórliđiđ Kadetten Schaffhausen og Arnar Freyr Ársćlsson gengur til liđs viđ Stjörnuna.

Ţá mun Rakel Sara Elvarsdóttir leika međ norska liđinu Volda auk ţess ađ ţćr Ásdís Guđmundsdóttir og Anna Marý Jónsdóttir munu skipta um umhverfi á nćstu leiktíđ.

Ţökkum ţeim öllum fyrir ţeirra framlag og vonum innilega ađ ţau snúi aftur til okkar síđar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is