Hvert lið leikur fjóra leiki og hefst fjörið á fimmtudaginn en þá verða leiknir þrír leikir og ráða úrslit þeirra
hvernig liðin raðast í riðla. Á föstudag leika öll liðin tvo leiki og ætti þá að vera ljóst með röð þeirra
í riðlunum en mótinu lýkur svo á laugardag með því að liðin leika um sæti, efstu lið riðlanna leika um 1. sætið og
þannig áfram.
Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liðanna fyrir átökin í Íslandsmótinu en N1 deildin hefst mánudaginn
26. september. Eins og kunnugt er tók Akureyrar liðið þátt í æfingamóti í Þýskalandi í lok
ágústmánaðar.
Mótið hefst fimmtudaginn 8. september með þrem leikjum og ráða úrslit þeirra niðurröðun liðanna í riðlana tvo.
Athugið að tímasetning þessara leikja hefur breyst frá því sem auglýst er í dagskránni og hefjast þeir sem hér
segir:
18:00 | Akureyri | Afturelding | Leikur 1 |
19:30 | Valur | Stjarnan | Leikur 2 |
21:00 | ÍR | Haukar | Leikur 3 |
Vinningslið úr leikjum 1 og 2 hér að ofan ásamt tapliðinu úr leik 3 fara í riðil 1 og hin liðin fara í riðil 2.
Föstudaginn 9. september fer riðlakeppnin fram og leika öll liðin tvo leiki.
Dagskrá föstudagsins er þannig:
13:00 |
Tapliðið úr leik 1 (lið 1) |
Tapliðið úr leik 2 (lið 2) |
Leikur 4 |
14:30 |
Sigurliðið úr leik 1 (lið 4) |
Tapliðið úr leik 3 (lið 6) |
Leikur 5 |
16:00 |
Lið 1 |
Sigurliðið úr leik 3 (lið 3) |
Leikur 6 |
17:30 |
Sigurliðið úr leik 2 (lið 5) |
Lið 6 |
Leikur 7 |
19:00 |
Lið 2 |
Lið 3 |
Leikur 8 |
20:30 |
Lið 4 |
Lið 5 |
Leikur 9 |
Laugardaginn 10. september lýkur mótinu með því að leikið verður um sæti.
11:00 |
Leikur 5. sæti |
Leikur 10 |
12:30 |
Leikur 3. sæti |
Leikur 11 |
14:00 |
Leikur 1. sæti |
Leikur 12 |
Leikinn er fullur leiktími eða 2 x 30 mínútur.
Verðlaun veitt fyrir 1. sæti og einnig fá Besti markmaður, Besti varnarmaður, Besti sóknarmaður og Besti leikmaður mótsins
viðurkenningar.
Aðgangseyrir á mótið er 1.000 krónur og gildir miðinn á alla leiki mótsins.
A.m.k. þrír fyrrum leikmenn Akureyrar eru væntanlegir með liðunum, Halldór Logi Árnason gekk til liðs við ÍR í sumar, Bjarni
Jónasson leikur með Stjörnunni og Hafþór Einarsson varði mark Aftureldingar síðasta vetur.
Leikmannakynning
Að loknum leik Akureyrar og Aftureldingar á fimmtudaginn verður árleg leikmannakynning félagsins. Hún hefst klukkan 20:00 og verður í
Íþróttahöllinni.
Hefur þú áhuga á að vídeóupptökum?
Við auglýsum eftir áhugasömum aðilum til að taka upp á
vídeó heimaleiki Akureyrar Handboltafélags. Viðkomandi þyrfti helst að ráða yfir tökuvél.
Það er mikilvægt fyrir þjálfara og liðið að geta farið yfir vídeó eftir leikina til að greina hvað gekk vel og hvað mætti
betur fara. Ef þú hefur áhuga að taka þetta að þér eða veist um einhvern þá væri frábært að hafa samband við
Hlyn Jóhannsson í síma: 858 0444.