Páskaeggjabingó KA/Þórs!

Meistaraflokkur KA/Þórs er með stórskemmtilegt páskaeggjabingó þar sem þú getur unnið risastórt 1,35 kg páskaegg frá Nóa Síríus. Á hverju korti eru tíu línur og því ansi miklar líkur á sigri með hverri línu sem þú kaupir!

Hver lína kostar 1.500 krónur og sjá leikmenn meistaraflokks um söluna. Einnig er hægt að hafa samband við Erling í netfanginu erlingur@fjolsmidjan.com eða í síma 690-1078.

Dregið verður í hálfleik í leik KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla í KA-Heimilinu þann 22. mars næstkomandi og því mikilvægt að taka þátt fyrir 22. mars.

Stuðningur þinn við stelpurnar skiptir okkur öllu máli en stelpurnar eru á toppi Olísdeildarinnar fyrir lokasprettinn og hömpuðu titlinum Meistarar Meistaranna í upphafi tímabilsins.