Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026-2027. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár.
Patti sem er 29 ára gamall leikstjórnandi sem einnig getur leikið sem skytta er uppalinn hjá KA og hefur leikið 127 leiki fyrir félagið í deild, bikar og evrópu en auk þess lék hann 30 leiki með sameiginlegu liði Akureyrar Handboltafélags á árunum 2013-2017.
Patti hefur verið eins og áður segir í lykilhlutverki í KA liðinu undanfarin ár en auk þess er hann sterkur félagsmaður og er alltaf klár í að aðstoða við starfið í kringum félagið. Það er skýr stefna hjá félaginu að byggja á okkar gildum og byggja liðið upp á KA mönnum. Það er lykilskref í þeirri vinnu að halda Patta innan okkar raða og afar gott fyrir yngri leikmenn liðsins að geta sótt í þá miklu reynslu sem Patti býr yfir.