Rakel Sara og Helga María valdar í U-18

Handbolti
Rakel Sara og Helga María valdar í U-18
Rakel Sara og Helga María eru á sínum stað!

Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir voru í dag valdar í U-18 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa næstu tvær helgar. Stelpurnar hafa verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en þetta landslið er gríðarlega öflugt og hefur gert mjög flotta hluti.

Landsliðsþjálfarar eru þau Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir en Magnús er okkur KA-mönnum að sjálfsögðu vel kunnur enda uppalinn í félaginu og spilaði með meistaraflokki KA og síðar sameiginlegu liði Akureyrar áður en hann hélt suður.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Það verður gaman að fylgjast áfram með þessu öfluga landsliði okkar í komandi verkefnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is