Breyting vegna Reykjavíkurferðar 6. flokks - föstud. 19. mars

Vegna mikillar fjölgunar liða á mótinu um næstu helgi þurftu mótshaldarar að breyta niðurröðun. Það þýðir verulegar breytingar hjá KA drengjunum og munu þeir spila leikina sína fyrri part laugardags og ljúka leik um kl. 14.30. Því þarf að aka til Reykjavíkur á föstudag og er mæting í rútu kl. 16.00. Gist verður í KR heimilinu þar sem drengirnir fá einnig morgunverð. Þeir fá einnig tvær heitar máltíðir. Að öðru leyti er vísað í fyrri upplýsingar. Verð er óbreytt kr. 3.000.

Vegna forfalla vantar foreldri í fararstjórn - áhugasamir eru beðnir að hafa samband við undirritaðann sem fyrst.
Kveðja, Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200


Drengirnir þurfa að taka með sér svefnpoka og dýnu, KA stuttbuxur, sundföt og afar mikilvægt að þeir séu nestaðir vel (t.d. nesti milli leikja).
Leikirnir eru spilaðir í KR húsinu við Frostaskjól.
Verð ferðar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför.