Reykjavíkurferð 6. flokks 13.-15.mars 2009

Mæting er kl. 15.30 í KA heimili. Keppt verður í íþróttahúsi Fram í Safamýri og munu okkar drengir hefja leik að morgni laugardags. Gist verður í skóla á keppnisstað. Óvíst er um heimkomu en það ræðst af gengi liðanna á mótinu. Útbúnaður: Svefnpoki, dýna, KA stuttbuxur, handboltaskó og sundföt. Gríðarlega mikilvægt að drengirnir séu vel nestaðir en þeir fá morgunverð á laugardag og sunnudag og eina heita máltíð hvorn dag auk léttrar hressingar á föstudagskvöld við komuna til Reykjavíkur.
Erfiðlega hefur gengið að ráða fararstjóra til ferðarinnar og nú vantar einn fararstjóra fyrir A-lið og einn fyrir C-2. Áhugasamir vinsamlega hafið samband sem fyrst. Verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför eða á æfingu á fimmtudag hjá þeim sem ekki fara með rútunni.

Jóhannes G. Bjarnason 662-3200