Samstarf KA og Þór um Akureyri Handboltafélag til næstu tíu ára

Áður en leikur Akureyrar og Selfoss hófst í gærkvöld innsigluðu formenn KA og Þór nýjan samning um rekstur á Akureyri Handboltafélagi. Upphaflegi samningurinn var til fimm ára og nú er félagið einmitt á sínu fimmta starfsári. Nýi samningurinn sem kynntur var í gær gildir til næstu tíu ára og nær til meistaraflokks karla og 2. flokks karla. Þórir Tryggvason smellti af þessum myndum þegar Sigfús Helgason formaður Þórs og Hrefna Torfadóttir formaður KA skiptust á skjölum þar að lútandi.


Sigfús Helgason og Hrefna Torfadóttir staðfesta samninginn


Samkomulagið staðfest með kossi


Húrra fyrir KA, Þór og Akureyri Handboltafélagi