Sannkallaður stórleikur á laugardaginn: KA/Þór – Stjarnan

Það er ekki laust við að verði risaleikur á laugardaginn klukkan 16:00 þegar KA/Þór taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Það er góðkunningi okkar, Atli Hilmarsson sem þjálfar liðið. Stjarnan er í toppbaráttunni sem stendur með fjóra sigra úr fimm leikjum, þær töpuðu fyrsta leiknum gegn Val sem eru fyrir vikið í toppsætinu.

Stelpurnar í KA/Þór sýndu það í síðasta leik gegn Haukum að liðið er vaxandi og ætla sér klárlega að sýna hvað í þeim býr og berjast til síðasta manns á laugardaginn.  Leikurinn hefst klukkan 16:00 í KA heimilinu og það er ókeypis á völlinn.

Til að kynnast andstæðingunum betur er hér umfjöllun um Stjörnuliðið úr kynningablaði N1 deildarinnar.

Stjarnan hóf síðasta tímabil gríðarlega vel og vann alla leiki sína fram til 15. nóvember þegar Haukar stöðvuðu sigurgöngu þeirra.  Stjarnan tapaði þremur leikjum í deildinni, þar af tveimur á móti Haukum, og enduðu í öðru sæti deildarinnar á eftir Hafnfirðingum, en tóku báða stóru titlana sem í boði voru. Liðsheildin hjá Stjörnunni er gríðarlega sterk og liðið býr yfir þeim ágæta kosti að leikmenn vega hvern annan upp.  Stjarnan er ekki endilega með bestu leikmennina í öllum stöðum, en heildin er sterk og Stjörnustúlkur þekkja fátt annað en að vinna.  Í liðinu eru sannkallaði sigurvegarar; leikmenn sem vita hvað þar f til þess að vinna titla og það er gríðarlega mikilvægt í jafnri baráttu.

Búist er við því að Stjarnan verði í toppbaráttu deildarinnar í vetur enda með nánast sama leikmannahóp og á síðasta tímabili sem skilaði þeim frábærum árangri.

Viljum vinna titla

„Við ætlum að berjast um alla titla sem verða í boði, það er bara þannig sem við ætlum inn í þetta mót,“ segir Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar. „Þannig er bara metnaðurinn hjá þessu félagi.  Það er alltaf pressa að skila titlum hérna.“

Atli telur fjögur lið sterkust og að baráttan um titlana komi til með að standa á milli þeirra. „Mér skilst að um sé að ræða fjögur mjög sterk lið í þessari deild í ár, ásamt okkur eru það þá Valur, Haukar og Fram, þannig að það má lítið út af bregða.  Þetta skýrist ekki fyrr en í vor þegar fjögur lið komast í úrslitakeppnina.  Ég hef trú á því að það verði þessi fjögur lið, nema eitthvað óvænt gerist.  Það er fullt af titlum fram að því, það er bikarkeppni og deildarbikarkeppni þannig að maður verður að vera á tánum.“

Eina af helstu ástæðunum fyrir velgengni síðasta tímabils telur Atli vera þá að leikmannahópurinn hélst heill og vonast hann til þess að það sama verði uppi á teningnum í vetur. „Við vorum heppin með meiðsli í fyrra og það skipti miklu máli, fæst liðin búa yfir mikilli breidd þannig að það má lítið út af bregða.“

Stjarnan er klárlega liðið sem önnur lið þurfa að sigra til þess að ætla sér meistaratitilinn í ár og telur Atli stelpurnar sínar vera vel tilbúnar í það verkefni. „Það er hlutur sem þær þekkja nokkuð vel.  Það eru margir sigurvegarar í þessu liði og það þar f lítið að mótivera þær.  Þær ganga í hver t verkefni til að gera það sem allra best og þær vilja helst vinna hvern einasta leik, hvor t sem um er að ræða æfingaleik eða alvöruleik.“

Fréttir af því að Kristín Clausen haf i endurskoðað hillulagningu skónna sinna bárust fjölmiðlum nokkrum vikum fyrir mót og er Atli hæstánægður með ákvörðun hennar.  „Hún kemur með mikla reynslu inn í þetta lið, það var orðið ansi ungt en hún kemur með reynslu og baráttuanda. Hún er metnaðar full og ég held að hún eigi eftir að falla vel inn í þetta og styrkja okkur heilmikið þannig að ég er bara mjög feginn að hún tók þessa ákvörðun.“

Skoðum hvað sérfræðingur blaðsins segir um liðið:

Fyrir utan það að Sólveig Lára Kærnested verður ekki með er Stjarnan með sama hóp og burstaði allt í fyrra. Íslandsmeistarar síðastliðin þrjú ár og tvöfaldir meistarar tvö ár í röð. Stjarnan er ekki árennileg fyrir önnur lið að glíma við. Liðið verður auðveldlega meðal fjögurra efstu og það kæmi mér ekki á óvart þótt nokkrir titlar bættust í safnið í Mýrinni í vetur.

Styrkleikar: Góður og samhentur leikmannahópur sem kann að vinna og veit að æfingin skapar meistarann.  Seigla liðsins er mikil, það tapar sjaldan og er alltaf inni í öllum leikjum. Veikleikar: Fáir og smáir. Sóknarleikur liðsins er stundum stirður, enda er engin örvhent skytta í liðinu.

Lykilleikmaður: Alina Tamasan, bæði í vörn og sókn, og auðvitað Florentina Stanciu.