Í dag, laugardag klukkan 16:00 leikur kvennalið KA /Þórs lokaleik sinn á heimavelli í vetur gegn Haukum í KA heimilinu. Stelpurnar hafa
verið á uppleið eftir áramót og því getum við átt von á spennandi leik.
Um þessar mundir hafa 4 stúlkur úr KA/Þór í handboltanum verðir valdar í landsliðshópa. Þetta er mikil viðurkenning
á frammistöðu stelpnanna og rós í hnappagat þeirra þjálfara sem starfa með þeim. Þessar stúlkur eru:
Arna Valgerður Erlingsdóttir sem var valin í A- landsliðshóp
Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Nílsdóttir voru valdar í æfingahóp U-18 ára landsliðs.
Laufey Lára Höskuldsdóttir sem var valin í æfingahóp U-16 ára landsliðs.