Síðustu heimaleikir 4. flokks kvenna

4. flokkur kvenna spilar sína síðustu heimaleiki þetta árið á næstu dögum.

A liðið
spilar tvo gríðarlega mikilvæga leiki við Fram á föstudag klukkan 19:30 og síðan klukkan 11:00 á laugardaginn. Báðir leikirnir fara fram í Síðuskóla. KA þarf þrjú stig úr þessum tveimur leikjum til að tryggja sér sæti í umspilinu um laust sæti í 8 liða úrslitum og því ljóst að um mikilvæga leiki er að ræða.
Því er um að gera að drífa sig í kaffi til Gunna Mall í Síðuskóla og hvetja stelpurnar áfram.

B liðið á svo leik klukkan 16:30 í KA heimilinu næstkomandi þriðjudag. Þessum leik hefur tvívegis verið frestað þar sem að Stjarnan komst ekki. B liðið hefur verið að sækja í sig veðrið eftir áramót og unnið marga góða sigra.  Hafa þær fengið fjórtán stig úr níu leikjum og spilað glimrandi handbolta inn á milli. Því er um að gera að sjá stelpurnar spila í þessum síðasta heimaleik þeirra á tímabilinu.