Sigþór Gunnar framlengir um tvö ár

Handbolti
Sigþór Gunnar framlengir um tvö ár
Sigþór lifir fyrir KA!

Sigþór Gunnar Jónsson framlengdi í dag samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Sigþór öflugur leikmaður sem hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu KA undanfarin ár þrátt fyrir að vera einungis 21 árs gamall.

Sigþór sem er uppalinn í KA getur bæði leikið í vinstri skyttu sem og á miðjunni og hefur látið mikið til sín taka með yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. KA liðið er stórhuga fyrir næsta vetur og það er frábært að njóta áfram krafta þessa öfluga kappa.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is