Á sunnudaginn tóku strákarnir í 3. flokki KA á móti sameiginlegu liði Fjölnis og Fylkis í 1. deildarkeppninni. Leikið var í KA heimilinu og fóru heimamenn með þriggja marka sigur 27-24. Það var ekki auðvelt í fyrstu að greina hvaða lið voru eiginlega keppa því bæði léku í KA-búningum eins og sjá má meðfylgjandi myndum Hannesar Péturssonar. Til að taka af allan vafa þá eru það KA menn sem eru í gulu búningunum.

Jóhann Einarsson tekinn föstum tökum á línunni

Sveinn Karlsson sloppinn í gegnum Fjölnis/Fylkis vörnina

Jóhann Einarsson með dágóða sleggju

Sveinn Karlsson kominn í dauðafæri

Benedikt Línberg lætur vaða á markið

Jóhann Einarsson lætur ekkert stöðva sig