Skarphéðinn og Hildur Lilja í U18

Handbolti
Skarphéðinn og Hildur Lilja í U18
Skarpi og Hildur verða í eldlínunni!

Skarphéðinn Ívar Einarsson og Hildur Lilja Jónsdóttir eru bæði í U18 ára landsliðum Íslands í handbolta sem koma saman á næstunni til æfinga. Drengjalandsliðið kemur saman til æfinga 26.-29. maí næstkomandi og í kjölfarið verður lokahópur fyrir verkefni sumarsins gefinn út en Heimir Ríkarðsson stýrir liðinu.

Stúlknalandsliðið hefur æfingar 29. maí næstkomandi en stelpurnar leika tvo æfingaleiki við Færeyjar dagana 4. og 5. júní og spennandi að sjá hvar þær standa gegn jafnöldrum sínum. Þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson stýra liðinu.

Við óskum þeim Skarphéðni og Hildi til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is