Skarphéðinn valinn í U18 ára landsliðið

Handbolti

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri heldur til Parísar þann 3. nóvember næstkomandi og tekur þar þátt í Pierre Tiby mótinu. Auk Íslands leika þar lið Frakka, Króata og Ungverja og ljóst að ansi spennandi verkefni er framundan hjá liðinu.

KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hann Skarphéðinn Ívar Einarsson auk þess sem að Logi Gautason er klár til vara ef liðið þarf á honum að halda. Skarphéðinn sem er aðeins 16 ára gamall er gríðarlega öflugur og efnilegur leikmaður sem hefur nú þegar fengið tækifærið með meistaraflokk KA.

Við óskum Skarpa innilega til hamingju með valið sem og góðs gengis í París.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is