Nú í hádeginu var
birt spá formanna, fyrirliða og þjálfara liðanna í N1 deildinni um gengi liðanna í vetur. Þar er Fram spáð titlinum en
KA/Þór 8. sætinu af þeim níu liðum sem spila í N1-deild kvenna. Það er því alvöruleikur sem í KA heimilinu á
morgun þegar KA/Þór tekur á móti meistaraefnunum í Fram.
Spáin fyrir N1 deild kvenna lítur þannig út:
1. Fram 253 stig
2. Stjarnan 247 stig
3. Valur 213 stig
4. Haukar 201 stig
5. Fylkir 160 stig
6. FH 127 stig
7. HK 102 stig
8. KA/Þór 96 stig
9. Víkingur 59 stig
Mest var hægt að fá 270 stig.
Mótið verður með sama sniði og í fyrra, spilaðar verða þrjár umferðir í deildarkeppninni og fjögur efstu liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Einnig var spáð um karlaboltann
Samkvæmt spánni verja Haukar titilinn frá síðasta ári en lið Akureyrar hafnar í 4. sæti. Gróttu er spáð falli en
Stjörnunni að fara í umspil um áframhaldandi sæti í deildinni líkt og síðasta vor.
Mótið hjá körlunum verður með sama sniði og í fyrra, spilaðar verða þrjár umferðir í deildarkeppninni og fjögur efstu
liðin leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Neðsta liðið fellur í 1. deild en liðið sem hafnar í 7. sæti fer í umspil
ásamt liðum úr 2.-4. sæti 1. deildarinniar um sæti í úrvalsdeild að ári.
Spáin er sem hér segir:
1. Haukar 215 stig
2. FH 200 stig
3. Valur 198 stig
4. Akureyri 183 stig
5. Fram 150 stig
6. HK 123 stig
7. Stjarnan 90 stig
8. Grótta 89 stig
Þess ber að geta að mest var hægt að fá 240 stig.
Í fyrstu deild karla var spáin svohljóðandi:
1. Afturelding 189 stig
2. Selfoss 171 stig
3. Víkingur 167 stig
4. ÍR 157 stig
5. ÍBV 132 stig
6. Þróttur 113 stig
7. Fjölnir 100 stig
Þannig að ef spárnar ganga eftir þá kemur Aftureldinu upp en Selfoss, Víkingur og ÍR fara í umspil ásamt Stjörnunni.