Staða handboltans á Akureyri - Fundur sem tókst vel !

Fundur um stöðu handboltans á Akureyri sem boðað var til s.l. fimmtudag 15. maí af íþróttafélögunum KA og Þór tókst mjög vel. Af mætingunni á fundinn má dæma að áhuginn fyrir handboltamálum á Akureyri hefur ekki farið dvínandi, en á  bilinu60 - 70 manns mættu á fundinn.

Á fundinum voru hin ýmsu mál tengd Akureyri Handboltafélagi rædd, allt frá skuldum til stuðnings bæjarbúa við félagið. Hvöttu margir til þess að KA - menn og Þórsarar slíðruðu sverðin og styddu liðið sem heild.

Nú á næstu dögum og vikum verður svo tekin endanleg ákvörðun um hvernig skuldum félagsins verður komið fyrir kattarnef og hvernig skuli haga rekstrinum næstu ár. En ljóst þykir að samstarfinu skuli haldið áfram eftir samningnum sem gerður var, en hann hljóðaði upp á 5 ára samstarf en einungis eru 2 ár búin af honum.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum:

Sigfús Helgason formaður og framkvæmdastjóri Þórs.



Hannes Karlsson formaður AH sem hefur staðið í ströngu undanfarin tvö ár. Hann og félagar í stjórn AH eiga mikið lof skilið fyrir að hafa staðið í þessu endurgjaldslaust svo lengi.

Á bilinu 60 - 70 manns mættu á fundinn, leik- og áhugamenn.

Stefán Gunnlaugsson formaður KA sagði frá sínum hugmyndum.

-Sigurður Þorri Gunnarsson