Staða handboltans á Akureyri: fundir þriðjud. og fimmtud.

Eins og við er að búast eru ýmsar spurningar uppi varðandi stöðu handboltamála á Akureyri þessa dagana, ekki síst með tilliti til frétta af miklum erfiðleikum varðandi fjárhagsstöðu handboltans. Boðað hefur verið til tveggja almennra funda í vikunni til að ræða þessi mál. Fyrri fundurinn er hádegisfundur í KA heimilinu þriðjudaginn 13. maí og stendur hann frá klukkan 12:00 til 13:00. Umræðuefni fundarins er Staða handboltans á Akureyri og gefst fundarmönnum færi á að gæða sér á súpu á vægu verði.



Þá hefur Akureyri Handboltafélag ásamt íþróttafélögunum Þór og KA boðað til fundar fimmtudaginn 15. maí næstkomandi klukkan 18:00 í teríu Íþróttahallarinnar. Yfirskrift þess fundar er Handboltafélag Akureyrar Staða - Framtíð

Við hvetjum allt áhugafólk um handknattleik til að fjölmenna á fundina og leggja sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi tilveru handknattleiks í bænum.