Stefán Árnason í Taktíkinni

Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Stefán Árnason annar af þjálfurum KA í handbolta mætti í áhugavert viðtal á dögunum þar sem hann tímabilið sem nú er hafið auk þess að fara yfir síðasta ár þar sem KA lék aftur undir eigin merki eftir að hafa slitið samstarfinu um Akureyri Handboltafélag.

KA hefur farið gríðarlega vel af stað í handboltanum og er á toppi Olís deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum.