Stelpurnar hefja leik í Vestmannaeyjum

Handbolti
Stelpurnar hefja leik í Vestmannaeyjum
Veislan er að byrja hjá stelpunum!

Eftir góðan sigur strákanna í gær er komið að stelpunum að standa vaktina í handboltanum þegar KA/Þór sækir sterkt lið ÍBV heim klukkan 16:30 í dag. Eyjakonur eru með gríðarlega vel mannað lið og er spáð 2. sæti deildarinnar af flestum spámönnum og ljóst að verkefni dagsins verður krefjandi.

Það er þó ekki nokkur spurning að okkar lið mætir í leikinn til að sækja tvö stig og mun frammistaða liðsins í 23-30 sigrinum á Fram í leik Meistara Meistaranna klárlega gefa stelpunum aukið sjálfstraust inn í veturinn.

Leikur dagsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is