Stórleikur KA og Vals á sunnudag

Handbolti
Stórleikur KA og Vals á sunnudag
Strákarnir eru klárir í slaginn!

KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olísdeild karla í handboltanum á sunnudag klukkan 18:00. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér stigin tvö með ykkar stuðning.

KA liðið vann fyrstu tvo leiki sína í vetur en hafa nú tapað tveimur útileikjum í röð, gegn Stjörnunni og ÍBV. Það er því alveg á hreinu að liðið ætlar sér aftur á beinu brautina á heimavelli en það er ljóst að verkefnið er ansi krefjandi enda Valur með frábært lið sem situr á toppi deildarinnar.

Til að tryggja sigur á sunnudaginn þurfum við á ykkar stuðning að halda gott fólk, ársmiðasalan er í fullum gangi í afgreiðslu KA-Heimilisins og eina vitið að vera með okkur í allan vetur, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is