Stórsigur KA/Þór gegn Víkingi

Stelpurnar í KA/Þór unnu öruggan sigur á botnliði Víkings þegar liðin léku í N1 – deildinni. Stelpurnar tóku leikinn í sínar hendur strax frá upphafi og skoruðu til dæmis fyrstu fimm mörk leiksins og litu ekki um öxl eftir það.

Liðið hafði örugga níu marka forystu í hálfleik 16 - 7 og héldu áfram keyrslunni í seinni hálfleik.

Lokatölur leiksins urðu 30 – 19 og tvö stig komin í hús.

Selma Sigurðardóttir varði 9 skot í leiknum og Lovísa Eyvindsdóttir 7 skot.

Mörkin dreyfðust sem hér segir:
Martha Hermansdóttir 6
Inga Dís Sigurðardóttir 5
Unnur Ómarsdóttir 5
Katrín Vilhjálmsdóttir 4
Emma Havin Sardardóttir 3
Ásdís Sigurðardóttir 3
Kolbrún Einarsdóttir 2
Aldís Mánadóttir 1
Arna Valgerður Erlingsdóttir 1