Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 13. september en rétt eins og undanfarin ár verður leikið á Jaðarsvelli. Mótið hefur verið gríðarlega vel sótt undanfarin ár og ljóst að þú vilt ekki missa af einu skemmtilegasta golfmóti landsins.
Vegleg verðlaun eru í boði á mótinu en meðal annars eru nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Vinningaskrá má sjá hér:
1.sæti: Hvalaskoðun fyrir tvo fullorðna og tvö börn + VIP ársmiði á leiki KA í handbolta veturinn 2025-2026
2.sæti: Ársmiði á leiki KA og KA/Þór í handbolta veturinn 2025-2026 + 15.000 kr gjafabréf upp í dekk hjá Brimborg
3.sæti: Ársmiði á leiki KA og KA/Þór í handbolta veturinn 2025-2026 + fjölskyldutilboð í Leirunesti
Neðsta sæti: 15.000kr gjafabréf hjá Kjarnafæði
Nándarverðlaun og lengsta drive:
4. hola: 15.000kr gjafabréf hjá Slippfélaginu
8.hola: 15.000kr gjafabréf hjá Ásco
11.hola: Hvalaskoðun fyrir 2 fullorðna og 2 börn
14.hola: Ostakarfa frá MS
18.hola: Hvalaskoðun fyrir 2 fullorðna og 2 börn + helgarleiga á bíl frá Höldur + plúsþvottur hjá Höldi
Lengsta drive karla: 15.000 kr gjafabréf frá Kjarnafæði
Lengsta drive kvenna: 15.000 kr gjafabréf hjá Marco Polo
Athugið að hægt verður að kaupa aukabolta á 18. teig til að reyna við hin stórglæsilegu nándarverðlaun sem eru metin á um 120.000 kr!
Einnig er hægt að hafa samband við Jón Heiðar í netfanginu jonheidar@gagolf.is
Spilað er Texas Scramble, höggleikur með forgjöf. Hæsta vallarforgjöf karla er 24 og 28 hjá konum. Leikforgjöf liðs er samanlögð vallarforgjöf kylfinga deilt með 3.
Karlar 15-69 ára spila af teigum 54
Konur, 12 ára og yngri drengir og karlar 70 ára og eldri leika af teigum 45.
Athugið að mótsstjórn áskilur sér réttar til að þjappa rástímum saman ef þess þarf.